Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag verður suðvestlæg átt 5-13 m/s. Dálítil væta um mest allt land en fer að rigna um sunnan- og vestanvert landið eftir hádegi. Lengst af þurrt norðaustanlands en sums staðar lítilsháttar rigning annað kvöld. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á miðvikudag verður suðlæg átt 5-13 og rigning, en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 11 til 17 stig.
Á fimmtudag verður breytileg átt 3-8. Rigning eða súld á suðaustanverðu landinu en einnig á Vesfjörðum fyrirpart dags. Annars bjart með köflum en stöku síðdegisskúrir. Hiti 7 til 17 stig, svalast fyrir austan. Spá gerð: 23.07.2024 05:51. Gildir til: 24.07.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestan og sunnan 5-13 m/s seinnipartinn og víða rigning eða súld. Þurrt á Norðaustur- og Austurlandi, en dálítil væta þar í kvöld og á morgun. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast austantil. Hægari annað kvöld og dregur úr vætu. Spá gerð: 23.07.2024 10:13. Gildir til: 25.07.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Breytileg átt 3-8 m/s. Súld eða rigning með köflum á Suðaustur- og Austurlandi, annars úrkomulítið, en allvíða líkur á síðdegisskúrum. Hiti 8 til 17 stig, svalast við austurströndina.
Á föstudag:
Norðan og norðvestan 3-10 og rigning með köflum, en þurrt að kalla vestantil. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á laugardag:
Vestlæg eða breytileg átt 3-10, skýjað með köflum og sums staðar dálítil væta. Hiti 9 til 16 stig.
Á sunnudag:
Vaxandi suðaustanátt og væta með köflum, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 10 til 18 stig, mildast norðanlands.
Á mánudag:
Austlæg eða breytileg átt og lítilsháttar væta, en rigning á Suðausturlandi. Milt í veðri.
Spá gerð: 23.07.2024 08:28. Gildir til: 30.07.2024 12:00.