Ungir aktívistar spyrja “Hvar er nýja stjórnarskráin”?
Þann 22. Ágúst menningarnótt framkvæmdu ungir aktívistar borgarlega óhlýðni. Það var graffað “Hvar er nýja stjórnarskráin”? Á götur út um allt land til að minna á þessa mikilvægu spurningu sem hefur ekki þvegist úr vitund landsmanna.
Nú eru liðin 8 ár síðan þjóðin samþykkti að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar að nýrri stjórnarskrá árið 2012. En hefur nýja stjórnarskráin ekki verið lögfest á sama tíma og Alþingi heldur ótrautt áfram með sínar eigin breytingar á stjórnarskránni, þrátt fyrir að ein helsta undirstöðuregla íslensks stjórnskipunarrétts segi að þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn.
Íslenska þjóðin hefur beðið nógu lengi eftir nýju stjórnarskráni. Við krefjumst þess að lýðræði sé virt og að Alþingi lögfesti nýu stjórnarskrána. Þangað til mun fólkið í landinu ekki hætta að spyrja Alþingi hvar nýja stjórnarskráin sé. Borgarlega óhlýðnin var framin með friðsamlegum hætti, og aldrei á einkaeign. Okkar “glæpur” er ekkert í samanburði við það að hunsa lýðræðið og fólkið í landinu. Við vonum að landsmenn taki til aðgerða, og skrifi undir undirskriftarlistann okkar: nystjornarskra.is
- Hægt er að fylgjast með baráttunni á:
- Instagram: https://www.instagram.com/nyjastjornarskrain/
- Tiktok:https://www.tiktok.com/@guggarugga?lang=en
- Facebook: https://www.facebook.com/nyjastjornarskrain
- Twitter: https://twitter.com/nyjastjornarskr