Í yfirlýsingu vegna rannsóknar lögreglunnar á skotárás á Blönduósi, kemur fram að henni miðar vel. Til rannsóknar sé meðal annars hvernig andlát skotmannsins bar að en talið er að réttarkrufning muni leiða dánarorsök í ljós.
Líðan þess er varð fyrir skoti og liggur á sjúkrahúsi er eftir atvikum og ljóst að áverkar hans eru alvarlegir. Lögreglan mun ekki veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu
Umræða