Lögreglan á Austurlandi hyggst fara fram á gæsluvarðhaldi yfir manninum sem handtekinn var í gær vegna andláts eldri hjóna í Neskaupstað.
Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, staðfestir þetta í viðtali við ríkisútvarpið, en segir rannsókn málsins vera í fullum gangi og ekki sé hægt að gefa frekari upplýsingar að svo stöddu.
Tilkynning barst lögreglunni um klukkan hálf eitt í gær vegna hjónanna og beindist grunur strax að manninum sem var síðan handtekinn í Reykjavík síðdegis í gær eins og greint var frá. Kristján sagði engan annan liggja undir grun vegna málsins en sá sem væri þegar í haldi.
Umræða