Þorskurinn á myndinni skilar 40-50% meiri verðmætum í þjóðarbúið ef við flökum hann á Íslandi. Tökum hann til vinnslu hér heima!
-

Gunnar Örlygsson skrifar á facebook Í dag erum við að fóðra fiskvinnslur í Evrópu sem eru ríkisstyrktar og borga lægri laun. Þetta kallast að skjóta sig í fótinn.
- Í dag erum við að heimila óheftan útflutning á óunnum fiski út úr landinu. Líklega um 50.000 tonn á þessu ári.
- Sem þjóð verðum við af milljörðum á hverju ári og talað er um tugi milljarða.
Sameiginlega eigum við takmarkaða auðlind. Væri ekki betra að framleiða þennan fisk hér heima og hámarka tekjurnar fyrir þjóðina?
SFS og forystufólk í stjórnmálum hvers tíma ber höfuðábyrgðina á þessari ótrúlegu sóun síðustu ára.
Þetta er til háborinnar skammar þar sem sama fólk ber sér á brjóst á hátíðar- og tyllidögum um að auka skuli verðmætin og stuðla að fullvinnslu aflans á Íslandi.
Það verður að setja á vinnsluskyldu og byrja strax á þorsk og ýsu. Annars fer megnið af strandveiði-aflanum óunnið í gáma í sumar.
Ef þetta breytist ekki þá verði ykkur öllum að góðu með vaxandi innviða-skuld.
Nú er mál að linni, ný ríkisstjórn verður að taka á þessu máli en fyrri ríkisstjórnir féllu allar á prófinu í þessu máli.
Vinsamlegast deilið.
40% útflutningstollur á óunninn fisk – Verðlagsstofa verði lögð niður

