Fréttatíminn birti neðangreinda grein á dögunum með fyrirsögninni: ,,Bankar hóta fyrirtækjum sem taka á móti reiðufé – Stenst þetta lög?“
Nú hefur verið gerð skoðanakönnun á vef útvarps Sögu og er niðurstaðan þessi: Afgerandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu er andvígur þeirri stefnu bankanna að fyrirtæki taki ekki á móti reiðufé í viðskiptum. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór á vefsíðunni á síðasta sólarhring.
Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Ert þú fylgjandi eða andvíg/ur þeirri stefnu að fyrirtæki taki ekki á móti reiðufé í viðskiptum?
Niðurstaðan var eftirfarandi: Andvíg/ur: 95,1% – Hlynnt/ur: 3,6% – Hlutlausir: 1,3%
Bankar hóta fyrirtækjum sem taka á móti reiðufé – Stenst þetta lög?