í morgun kl. 10:04 varð skjálfti af stærð M3,0 i Öræfajökli og fannst hann á bæjum í nágrenni jökulsins. Honum fylgdi annar skjálfti kl. 10:10 sem mældist 1,3 að stærð. Rétt fyrir kl. 9 í morgun varð skjálfti af stærð M2,6 á þessum slóðum sem einnig fannst í byggð. Minni skjálftar urðu í fjallinu í gær.
Síðast varð skjálfti stærri en 3,0 í Öræfajökli í október 2018. Haustið 2017 og fram til byrjun árs 2019 urðu hrinur í fjallinu með nokkru millibili en síðan þá hefur verið frekar rólegt á þessum slóðum.
Sólarhringsvakt á Veðurstofu Íslands fylgist með þróun mála næstu daga.
Umræða