Áríðandi tilkynning
Leikskólar á höfuðborgarsvæðinu opna klukkan 12 á morgun vegna hertra sóttvarnarráðstafna sem taka gildi nú á miðnætti. Til að innleiða breytt skipulag hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er ákveðið að starfsdagur verði á leikskólum til hádegis á morgun, fimmtudag. Markmiðið með þessari ráðstöfun er að starfsemi leikskóla með breyttu skipulagi verði farsælt.
Leikskólar munu starfa eftir bestu getu með takmörkunum sem hljótast af reglugerðinni en hún heimilar aðeins að tíu fullorðnir einstaklingar séu samankomnir í hverju sóttvarnarhólfi.
Fh. sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu
Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins
Umræða