-3.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 1. febrúar 2023
Auglýsing

,,Mennirnir eru þekktir hjá lögreglu og þá ekki fyrir að spila golf“

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 

Afskipti voru höfð af tveimur mönnum í annarlegu ástandi á göngu í miðbænum með golfsett ( kvennasett ) á rafmagnskerru.  Mennirnir sögðust hafa verið að kaupa settið og greitt fyrir það með fíkniefnum en þeir ætluðu í golf á morgun en gátu ekki nefnt einn golfvöll með nafni. Mennirnir eru þekktir hjá lögreglu og þá ekki fyrir að spila golf.  Mönnunum var kynnt að búnaðurinn yrði haldlagður sem mögulegt þýfi þangað til þeir gætu sýnt fram á eignarétt sinn á búnaðinum.

Um miðnættið var tilkynnt um mann með vasaljós uppi á þaki á húsnæði í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn reyndist vera íbúi að reyna að sjá eldgosið.

Á sama tíma var haft samband við lögreglu þar sem maður óskar eftir aðstoðar á veitingastað í hverfi 112.  Maðurinn kveðst hafa notað salernið á staðnum en þegar hann kom þar út, voru allir starfsmenn farnir og húsið læst.  Öryggiskerfi var í gangi og kom öryggisvörður einnig á vettvang.

Bifreið var stöðvuð í Hafnarfirði, í ljós kom að bifreiðin var með rangt skráningarnúmer sem tilheyrði annarri bifreið og var aðeins var eitt skráningarnúmer framan á bifreiðinni en númerslaus að aftan.  Ökumaðurinn viðurkenndi brotið og sagðist hafa þurft að færa bifreiðina.

Ökumenn voru stöðvaðir við akstur vegna gruns um ölvun eða fíkniefnaneyslu við akstur, víða um borgina og eiinnig akstur bifreiðar án gildra ökuréttinda.

Tilkynnt var um þjófnað / hnupl úr verslun í hverfi 109 upp úr miðnætti. Afskipti höfð af konu sem er grunuð um verknaðinn.  Konan var búin að skemma umbúðir vörunnar og borgaði hún því fyrir vöruna.  Því var einungis lögð fram refsikrafa en ekki bótakrafa.

Þá var tilkynnt um þjófnað / hnupl úr verslun í Kópavogi um þrjúleitið í nótt. Afskipti höfð af manni sem er grunaður um verknaðinn.  Maðurinn viðurkenndi brotið og var vettvangsskýrsla rituð.