Hér er það helsta úr dagbók lögreglu frá klukkan 17:00 til klukkan 05:00. Þegar þetta er ritað gista 4 í fangaklefa. Alls eru 49 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Nokkur fjöldi ökumanna kærðir fyrir hin ýmsu umferðarlagabrot s.s. akstur án ökuréttinda og akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Listinn er ekki tæmandi.
- Kona í annarlegu ástandi sökum ölvunar til vandræða í hverfi 103, henni ekið til síns heima
Þriggja bíla árekstur í hverfi 105, slysalaust
Tveir menn handteknir í hverfi 101 vegna húsbrots og eignaspjalla, mennirnir vistaðir í fangaklefa.
Maður handtekinn í hverfi 101 vegna brots á vopnalögum og segja ekki til nafns þegar lögregla hafi afskipti af honum, maðurinn vistaður í fangaklefa.
Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í hverfum 110, 104 og 101.
Umræða