Um hálf tólf í gærkvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um líkamsárás og voru Þrír menn handteknir á vettvangi og fluttir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins, en fórnarlambið var flutt með sjúkrabíl á bráðadeild. Ekki er vitað um ástand þess, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Stuttu eftir tilkynninguna um árásina fékk lögreglan boð um mann sem ógnaði starfsfólki með hníf í verslun í miðborginni. Tilkynnt var að manninum væri haldið í versluninni. Lögreglan handtók hann og flutti í fangageymslu.
Þá voru tveir sautján ára ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Annar var á 120 kílómetra hraða og hinn á 113 þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80. Málin voru tilkynnt foreldrum og Barnavernd.