Fæðingarorlof hækkar í 900.000 kr. – Sorgarleyfi hækkar einnig
Frumvarp ráðherra um breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof og lögum um sorgarleyfi var sömuleiðis samþykkt en það var lagt fram í kjölfar sameiginlegra aðgerða ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga til að greiða fyrir kjarasamningum á vinnumarkaði til næstu fjögurra ára.
Breytingarnar fela í sér hækkun á hámarksgreiðslum úr Fæðingarorlofssjóði í þremur áföngum eða úr 600.000 kr. á mánuði í 900.000. kr. Fyrsta hækkunin er afturvirk frá og með 1. apríl sl. en sú síðasta tekur gildi þann 1. jan 2026.
Þá hækka hámarksgreiðslur vegna sorgarleyfis með sama hætti.
„Þetta eru mikilvægar breytingar sem ég er stoltur af og munu sannarlega skipta máli fyrir barnafjölskyldur,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson.