Kona var dæmd fyrir að afla og dreifa nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og annarri konu hefur verið gert að greiða honum 680 þúsund krónum í miskabætur og vexti.
Við mat á fjárhæð miskabóta til mannsins horfði Héraðsdómur til þess að brotið væri til þess fallið að valda honum vanlíðan og sálrænu tjóni. Ríkisútvarpið fjallaði fyrst um málið.
Héraðsdómur taldi að þótt myndsendingarnar hefðu verið ósmekklegar og meiðandi væri ekki staðhæft að athæfið væri af kynferðislegum toga. Verknaðurinn hafi verið framinn í mikilli reiði.
Sótti myndirnar í einkaskilaboð þáverandi eiginmanns síns
,,Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að fram hefði verið komin nægileg sönnun fyrir því að dreifing myndanna hefði verið af kynferðislegum toga. Konan hefði sótt myndirnar í einkaskilaboð þáverandi eiginmanns hennar og konunnar sem hún fann í tölvu sem maðurinn hafði haft afnot af.
Með „lostugu athæfi“ í skilningi almennra hegningarlaga er átt við athöfn sem er af kynferðislegum toga og sem stjórnast af kynhneigð manna, en gengur skemmra en samræði og önnur kynferðismök. Landsréttur taldi að það af hvaða hvötum konan lét verða af háttseminni, svo sem mikilli reiði, ekki breyta eðli eða saknæmi verknaðarins.“ Segir í fréttinni.