Hugleiðingar veðurfræðings
Suðlæg átt 3-10 m/s. Víða rigning eða súld. Á morgun verður austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Rigning með köflum á austanverðu landinu en síðdegisskúrir vestanlands. Hiti 8 til 17 stig, svalast á Austfjörðum.
Á föstudag norðvestlæg átt 3-8 m/s. Súld eða dálítil rigning norðaustantil en bjartara og lengst af þurrt sunnan- og vestantil. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast sunnanlands.
Um helgina er útlit fyrir suðlægar áttir og rigningu, en úrkomuminna norðaustanlands. Hiti 10 til 17 stig.
Spá gerð: 24.07.2024 15:45. Gildir til: 25.07.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Sunnan 5-10 m/s og víða rigning eða súld.
Dregur úr vindi og úrkomu vestan- og norðanlands í kvöld.
Breytileg átt, 3-8 m/s, og skýjað að mestu á morgun. Rigning með köflum á austanverðu landinu en síðdegisskúrir vestanlands. Hiti 7 til 16 stig, svalast á Austfjörðum. Spá gerð: 24.07.2024 18:37. Gildir til: 26.07.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðan og norðvestan 3-10 m/s og rigning með köflum, yfirleitt bjartviðri sunnantil, en stöku síðdegisskúrir Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á laugardag:
Hæg suðvestlæg átt, skýjað með köflum og sums staðar smáskúrir, en 5-10 m/s og fer að rigna vestantil um kvöldið. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Á sunnudag:
Gengur í austan- og suðaustan 10-15 m/s með rigningu, en hægara og úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan.
Á mánudag:
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og rigning með köflum, einkum sunnantil. Hlýtt í veðri, einkum norðaustanlands.
Á þriðjudag:
Hæg suðlæg átt, milt veður og dálítil væta víða um land, en hvessir með rigningu vestantil um kvöldið.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir stífa suðaustanátt með rigningu, einkum suðaustantil og hlýindum.
Spá gerð: 24.07.2024 20:02. Gildir til: 31.07.2024 12:00.