Hugleiðingar veðurfræðings
Grunn lægð suður af landinu stjórnar veðrinu í dag, en spáð er norðaustlægri átt, dálítilli rigningu eða súld víða um land, en lengst af þurrviðri suðvestan til. Á morgun hreyfist lægðin norður fyrir land og dýpkar nokkuð, en gengur þá á allhvassa eða hvassa norðvestanátt á Norðausturlandi og bætir í rigninguna þar. Fremur svalt á norðanverðu landinu, en hægari norðvestanátt, bjart með köflum og hlýtt sunnan heiða. Útlit fyrir þokkalegasta veður um helgina, hæga vinda, úrkomulítið og milt að deginum.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 5-13 m/s og víða dálítil væta, en lengst af þurrt suðvestanlands. Gengur í norðvestan 10-18 m/s norðaustantil á morgun og bætir í úrkomu þar, hvassast á annesjum. Norðvestan 5-13 og bjart með köflum syðra. Hiti 8 til 16 stig, mildast syðst.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðan og síðar norðvestan 8-13 m/s, en mun hægari austanlands fram eftir degi. Rigning eða súld á norðanverðu landinu, en bjart með köflum syðra. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast syðst.
Á föstudag:
Norðan og norðvestan 8-15 m/s, hvassast á annesjum eystra. Rigning framan af degi norðantil með 5 til 10 stiga hita, en bjartviðri syðra og hiti að 15 stigum.
Á laugardag og sunnudag:
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en líkur á stöku skúrum syðra. Hiti 6 til 14 stig, svalast nyrst.
Á mánudag:
Suðaustan strekkingsvindur við suðvesturströndina, en annars mun hægari. Skýjað að mestu og milt veður.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir stífa suðaustanátt með rigningu, en lengst af þurrt norðaustan til. Áfram milt veður.