,,Það er greinilega markvisst verið að fara í allar götur í Garðabæ“
Á lokaðri síðu íbúa í Garðbæ er fjallað um innbrot sem hafa verið að undanförnu inn í bifreiðar í bænum. Einn íbúinn segir t.d. ,,Það er greinilega markvisst verið að fara í allar götur í Garðabæ“
Þá er ekki að sjá að innbrotsþjófarnir séu stressaðir við þjófnaðinn því einn íbúinn kvartaði undan því að hinn óboðni gestur hafði verið að reykja í bílnum sem hann hafði brotist inn í, sá virðist hinsvegar vera stakur bindindismaður:
,,Það var líka farið inn í minn. Er á Flötunum. Ólæstur, hann tók 500 krónur skoðaði nokkra lykla (veit ekkert af hverju þeir eru) en skildi þá eftir í sætinu. Tók ekki kassa af víni sem var í bílnum en reykti í honum. það pirrar mig mest fyrir utan að geta ekki látið annara manna hluti vera“ Þá tekur annar íbúinn undir og segir: ,,Merkilegt, það var líka reykt í mínum bíl.“