• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Föstudagur, 9. maí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Eignarstofn í samræmi við raunvirði – Arðsemi félagsins byggð á raforkulögum

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
24. október 2020
in Fréttir, Innlent
A A
0
Landsnet hafnar því að arðsemi fyrirtækisins sé yfir löglegum mörkum, eins og fram kom í Markaðnum, Fréttablaðinu í vikunni. Þá er rétt að halda því til haga að eignastofn félagsins og meðhöndlun hans er byggður á ákvæðum raforkulaga og alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.

Arðsemi félagsins byggð á raforkulögum
Fá fyrirtæki á Íslandi sæta jafn ströngu eftirliti og Landsnet. Rekstur félagsins er yfirfarinn árlega og staðfestur af Orkustofnun. Leyfð arðsemi Landsnets er ákveðin af Orkustofnun á hverju ári og er ákvörðunin birt sem upphæð en ekki hlutfall af eigin fé. Á umræddu tímabili sem fjallað er um í greininni, árin 2011-2018, er leyfð arðsemi fyrirtækisins 31,9 milljarðar kr. en hagnaður mun lægri eða 17,9 milljarðar kr. Arðsemi er ákvörðuð á grundvelli vegins fjármagnskostnaðar (WACC) og Orkustofnun ákvarðar hana að fengnu áliti óháðra sérfræðinga. Í ákvörðun um veginn fjármagnskostnað er sett viðmið um 45% eiginfjárhlutfall en eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var á þessu tímabili mun lægra en ofangreint viðmið. Í þessu fólst ákvörðun um að heimila félaginu að byggja upp eigið fé til að tryggja rekstur þess og hagkvæmari fjármögnun til framtíðar. Landsnet hafnar því, eins og gefið er í skyn, að arðsemi Landsnets sé ekki innan löglegra marka.
Eignarstofn í samræmi við raunvirði
Í greininni í Markaðnum er fjallað um yfirfærslu hluta af eignastofni fyrirtækisins yfir í bandaríkjadollar. Í minnisblaði Summu sem greinin er byggð á er haldið fram að gengi bandaríkjadollars 61 kr. sé notað til að umbreyta öllum eignum á árinu 2011. Þetta er rangt því umrætt gengi var eingöngu notað til að umbreyta eignum sem til voru í eignarstofni félagsins þann 31.7.2007 og eingöngu þeim eignum sem tilheyra gjaldskrá stórnotenda. Eftir það er notað raungengi fjárfestinga við eignfærslu hvers árs samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og raforkulögum. Erfitt er að átta sig á grundvelli tillögu Summu að frekar skuli taka mið af meðalgengi bandaríkjadollars 77,2 kr. sem gilti fyrir tímabilið 1.1.2000 – 31.7.2007 þar sem engin frekari rökstuðningur er fyrir því að þetta tímabil sé réttara en það sem grundvallað var í lögum.
„Yfirfærsla hluta eignastofns yfir í bandaríkjadollar leiddi því alls ekki til tvöföldunar á eignarstofni eins og haldið er fram í minnisblaði Summu og niðurstaða þeirra byggð á misskilningi og órökstuddum forsendum. Ákvörðun um yfirfærslu þessara eigna yfir í bandaríkjadollar var mikið rædd á sínum tíma. Hagaðilar komu að þeirri umræðu með mismunandi hagsmuni að leiðarljósi og lágu þær skoðanir fyrir áður en niðurstaðan var fest í lög af Alþingi.“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.
Sá eignarstofn sem Orkustofnun miðar við í dag er í samræmi við raunvirði flutningskerfisins eins og það birtist endurskoðað í bókum félagsins og metið af fagaðilum. Það er rétt viðmið þegar rekstur fyrirtækisins er metinn til framtíðar. Fjármagnskostnaður félagsins í dag er í takt við leyfða arðsemi og hefur félagið endurfjármagnað sig að stórum hluta og fjármagnað stór verkefni á hagstæðum kjörum.

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Brúin yfir Ölfusá verður lokuð

    Ölfusárbrú lokað

    211 deilingar
    Share 84 Tweet 53
  • Selja atvinnuleyfi á níu milljónir til útlendinga – Ólögleg sala atvinnuleyfa til Íslands

    45 deilingar
    Share 18 Tweet 11
  • Mannslát – gæsluvarðhald

    37 deilingar
    Share 15 Tweet 9
  • Bankareikningum Flokks fólksins lokað í Arion banka

    26 deilingar
    Share 10 Tweet 7
  • Kvörtuðu yfir meintum ólöglegum símhlerunum – Fengu margra ára fangelsisdóma fyrir glæpi

    6 deilingar
    Share 2 Tweet 2
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Add New Playlist

No Result
View All Result
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

Fréttatíminn © 2023

Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?