Það skiptir ekki máli hvort það er SÁÁ, Sjúkrahúsið Vogur, fólk með alkahólisma eða aðra geðsjúkdóma. Það skiptir ekki máli hvort það er fátækt fólk, láglaunafólk eða hinn stóri galli á heilbrigðiskerfinu okkar og bankakerfinu.
Það skiptir ekki máli hvort það eru öryrkjar, eldri borgarar eða útigangsfólk. Eða vextirnir sem eru að sprengja þakið á húsinu okkar og henda okkur á götuna.
Það skiptir ekki máli hvort það sé leigan þín á húsnæðinu þínu sem enginn Íslendingur getur borgað nema að vera frændi eða frænka Bjarna Ben eða tengjast Sjálfstæðisflokknum á einhvern hátt og ríka fólkinu.
Inga Sæland formaður ,,Flokk fólksins“ berst fyrir þessu öllu.
Fyrir ,,OKKUR“ – ,,MIG OG ÞIG.“
Og hún gerir það af svo mikilli réttlætiskennd, krafti, ástríðu og heiðarleika sem er svo sjaldgæfur í íslenskum stjórnmálum og þess vegna kýs ég Flokk fólksins.
Og með því að gera það þá er aðeins meiri möguleiki á bjartari framtíð fyrir flesta Íslendinga. Fyrir mig og þig.
Ekki bara ríka fólkið eða þá sem tengjast þeim.
Þá er aðeins meiri möguleiki á að þjáning endi.
Ég var að horfa á ræðu sem Inga Sæland gaf á málþingi SÁÁ á þessum frettamiðli:
https://frettatiminn.is/22/11/2024/barnid-mitt-reyndi-ad-svipta-sig-lifi/
Nú spyr ég þig: Hvort viltu flokk sem hugsar bara um sjálfan sig eða flokk sem hugsar um ÞIG og alla aðra í landinu.
Hugsaðu um það áður en þú setur X við einhvern flokk 30. Nóvember
Ég hef aldrei séð eins magnaða stjórnmálakonu og Ingu Sæland. Aldrei… Og ég er svo þakklátur fyrir hana og alla aðra í flokknum.
Takk Flokkur fólksins.