Allt þetta fólk er komið hingað aftur með nýþvegna og pressaða peninga
Hrunverjar sem fluttu milljarða frá Íslandi voru verðlaunaðir með 20% afslætti á íslensku krónunni þegar þeir komu með peninga til Íslands aftur. Svo er verið að tala um að íslendingar hafi tekið á þeim sem ollu hruninu. Ríkið sótti ekki eina krónu af þeim fjármunum sem fluttir voru í förmum frá landinu og allt þetta fólk er komið hingað aftur með nýþvegna og pressaða peninga til landsins til að taka næsta snúning hér á landi.
Nú vantar þetta fólk banka vegna þess að því hefur verið úthýst úr bönkum erlendis, t.d. De Norske bank sem úthýsti t.d. Samherja nýverið. Ekki hugsa eitt augnablik annað en að nú þegar sé búið að ákveða hver á að eignast bankann, þrátt fyrir að 80% íslendinga séu á móti þessari sölu og 60% vilji að Íslandsbanki verði Samfélagsbanki.“ Þetta og margt fleira kemur fram í nýjum pistli Guðmundar Franklín Jónssonar, formanns Frjálslynda lýðræðisflokksins hér að neðan:
Á mínútu 20:30 fjallar Guðmundur Franklín Jónsson um fyrirhugaða bankasölu
https://gamli.frettatiminn.is/22/01/2021/eigandinn-vill-ekki-selja-islandsbanka/