Í lok árs 2005 var stofnað félag sem var slitið þremur árum seinna í kjölfar gjaldþrots upp á 50 milljarða (núvirt). Eigendurnir lögðu ekkert fram. Þeir fengu allt að láni og töpuðu öllu. 50.000.000.000 krónum.
- Hver lánar manni 50 milljarða? Og hvernig tapar maður því öllu á svona stuttum tíma?
Kannski eru þetta ekki réttar spurningar. Betra væri að spyrja:
HVER fær lánaða 50 milljarða? Og, í hvað fóru peningarnir?
Hjálögð mynd er úr ársreikningi félagsins frá seinni hluta ársins 2008. Hún sýnir nöfn spaðanna sem hringja í bankastjórana og fá það sem þeir vilja.
Peningarnir fóru í „fjárfestingar“ t.d. fasteignir í fjarlægum löndum en þó aðallega var aurunum dælt inn í hringekju skúffufyrirtækja í eigu sömu og skyldra aðila. Svona hringekjur snúast hratt og eðli málsins samkvæmt skjótast af henni brauðmolar í allar áttir. Þó örugglega ekki í neitt félag sem BB á í útlöndum.
Til að skilja betur um hverslags starfsemi er að ræða þá var það stjórn félagsins sem sá um allt. Það voru engir starfsmenn. Það var ENGINN launaður starfsmaður í félagi sem tapaði 50 milljörðum!
Skiptastjóri þrotabúsins, Jóhannes Ásgeirsson, skrifaði í skýrslu: „Í stuttu máli verður að segja að rekstur félagsins hafi verið glórulaus.“
Það er aðeins tvennt sem kemur til greina: Þessir menn sem hér um ræðir eru annaðhvort algjörir afglapar í fjármálum eða glæpamenn.
Þegar þessu ævintýri lauk lá beinast við hjá einum stjórnarmanna að gerast formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins og svo auðvitað fjármálaráðherra til margra ára.
Máttur ehf hét þetta félag sem er sko aldeilis ekki það eina sem stjórnarmenn þess áttu aðkomu að á þessum árum. Þau fóru öll á hausinn í milljarða- og tugmilljarða gjaldþrotum.
Til hamingju Ísland! Munið: XD
Michael Moore fjallar um glæpina sem gerðu Ísland gjaldþrota