Appelsínugul viðvörun vegna veðurs: Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi
Gul viðvörun vegna veðurs: Suðurland og Strandir og norðurland vestra
Vaxandi austan og suðaustanátt, 18-25 m/s og talsverð rigning S-til í kvöld, en hægari og úrkomulítið fyrir norðan. Hiti víða 3 til 8 stig. Snýst í suðvestan 23-30 seint í nótt, en mun hægari vindur NV-til. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu síðdegis á morgun, en áfram stormur eða rok A-lands til fram á kvöld. Kólnar N-til annað kvöld og víða dálítil slydda eða snjókoma þar.
Spá gerð: 25.02.2019 15:02. Gildir til: 27.02.2019 00:00.
Suðurland
Austan stormur (Gult ástand)
Suðvestanstormur eða -rok (Gult ástand)
Strandir og Norðurland vestra
Suðvesanstanstormur eða -rok (Gult ástand)
Norðurland eystra
Suðvestanrok eða -ofsaveður (Appelsínugult ástand)
Austurland að Glettingi
Suðvestan rok jafnvel ofsaveður (Appelsínugult ástand)
Austfirðir
Suðvestan rok jafnvel ofsaveður (Appelsínugult ástand)
Suðausturland
Suðvestan rok (Appelsínugult ástand)
Miðhálendið
Suðvestan ofsaveður (Appelsínugult ástand)
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðaustlæg átt, 8-13 m/s og dálítil væta S- og V-lands, en annars hægari og bjartviðri. Hiti yfirleitt 1 til 6 stig, en vægt frost í innsveitum á N- og A-landi.
Á fimmtudag:
Suðaustan 5-10 m/s, en austan 10-15 við S-ströndina. Víða dálítil rigning, en þurrt norðan heiða. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost í innsveitum fyrir norðan.
Á föstudag:
Gengur í austan- og suðaustahvassviðri með rigningu, einkum S-lands og á Austfjörðum. Hiti 3 til 8 stig.
Á laugardag:
Austlæg átt og dálítil rigning syðra, en bjart með köflum fyrir norðan og austan. Hiti 0 til 6 stig að deginum.
Á sunnudag:
Snýst líklega í norðanátt með éljum og kólnandi veðri, en léttir til syðra.
Spá gerð: 25.02.2019 07:52. Gildir til: 04.03.2019 12:00.