Af fyrirtækjum sem svöruðu spurningunni sögðust 36% hafa þurft að segja upp fólki og svipað hlutfall þurfti að grípa til annarrar lækkunar kostnaðar. Fjórðungur fyrirtækjanna sagðist ekki hafa þurft að grípa til neinna aðgerða, 2% sögðust hafa hækkað verð og 2% farið í markaðssókn til að auka tekjur.
Könnun FA var gerð dagana 16.-23. janúar sl. Könnunin var send í tölvupósti til 157 fyrirtækja með beina félagsaðild og svöruðu 54 eða 34,4%. Undanfarin ár hefur svarhlutfallið legið á bilinu 31-64%. Ekki er hægt að rekja svörin til einstakra svarenda eða fyrirtækja.
Umræða