Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá kröfum fjögurra rúmenskra verkamanna á hendur starfsmannaleigunni Menn í vinnu og fyrirtækinu Eldum rétt
Forsvarsmenn Manna í vinnu voru sýknaðir af kröfunum. Starfsfólkið fyrrverandi sakar fyrirtækin um vangreiðslu launa, ólögmætan launafrádrátt, vanvirðandi meðferð og nauðungarvinnu. Fjallað var um málið á rúv.is og þar segir m.a. ,,að stuttu eftir að málið hafi verið þingfest, varð starfsmannaleigan Menn í vinnu gjaldþrota og þegar kom að dómi var skiptum lokið og fyrirtækið afskráð. Í dómnum segir að því verði ekki gengið að neinum kröfum sem lúta að ófullnægðum eftirstöðvum lýstra krafna eða vanlýstum kröfum og er vísað til þess að ekki hafi verið lögð fram gögn um að stefnendur hafi gert athugasemdir við að skiptum yrði lokið.
Dómurinn metur málflutning starfsmannanna um frádrátt frá launum ótrúverðugan. Hann stangist á við gögn sem fólkið lagði sjálft fram. Starfsfólkið hafi sætt frádrætti í samræmi við samningsákvæði. Þá segir að með því að vísa frá kröfum á hendur starfsmannaleigunni sé ekki hjá því komist að vísa málinu einnig frá gagnvart notendafyrirtækinu Eldum rétt.“
Þá sakar SA Eflingu um aðför að Eldum rétt en Efling er stéttarfélag þeirra sem stefndu og tilkynnti félagið í morgun að það myndi styðja félagsmennina fjóra til að áfrýja dómnum til Landsréttar.
Hér er hægt að lesa dóm Héraðsdóms í heild sinni