2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Mátulegir – Sviðsútgáfa af myndinni DRUK – 5 stjörnur og frábært leikrit

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Mátulegir – Sviðsútgáfa af kvikmyndinni DRUK

Verkið Mátulegir er sýnt í Borgarleikhúsinu en það byggir á dönsku myndinni Druk eftir Tomas Vinterberg sem unnið hefur til fjölda verðlauna.

Leiksýningin er í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur en með aðalhlutverk fara Hilmir Snær Guðnason, Jörundur Ragnarsson, Þorsteinn Bachmann og Halldór Gylfason. Blaðamenn Fréttatímans geta tekið undir með öðrum fréttamiðlum sem gefa sýningunni einnig fimm stjörnur að leikritið Mátulegir er rúmlega vel þess virði að fara á. Leikararnir sem eru í fremsta flokki, fara á kostum í leikritinu og skila efninu mjög vel frá sér.

,,Eftir að hafa séð kvikmyndina Drunk sem leikritið er byggt á, þá er leikritið fremri myndinni og meiri léttleiki gefur meira skemmtanagildi. Það sást mjög vel á jákvæðri upplifun gesta í fullum salnum sem var heillaður af góðum og líflegum leik á sviði og efnið hitti áhorfendur beint í mark. Þetta er fimm stjörnu leikrit sem allir verða að sjá“  

Mátulegir – Sviðsútgáfa af kvikmyndinni DRUK:

Til er kenning um að áfengismagn í líkama mannskepnunnar sé í raun hálfu prómilli undir æskilegum mörkum. Áfengi hefur fylgt manninum frá örófi alda, þótt opna hugann, liðka fyrir samræðum og kynda undir sköpunargáfunni en getur jafnframt verið hættulegt og eyðileggjandi afl. 

Í Mátulegum ákveða fjórir menntaskólakennarar á miðjum aldri að gera tilraun til að sannreyna kenninguna um að manneskjan sé fædd með of lítið áfengismagn í blóðinu – þeir eru lífsleiðir, staðnaðir í starfi og á góðri leið með að sigla einkalífinu í strand. 

Getur verið að áfengi sé í raun svarið við vandamálum þeirra, svarið við lífsgátunni? Mátulegir er grátbroslegt verk um leitina að lífsneistanum, lífsfyllingunni og þá refilstigu sem sú leit getur leitt mann á. Verkið er sviðsútgáfa Thomas Vinterberg af kvikmynd hans DRUK sem unnið hefur til fjölda verðlauna.

https://www.borgarleikhus.is/syningar/matulegir