Hugleiðingar veðurfræðings
Fremur hæg norðaustlæg átt og víða dálítil él, en lengst af þurrt og bjart á Suður- og Vesturlandi og svalt veðri. Bætir heldur í vind og úrkomu er líður á vikuna, en hlýnar smám saman. Spá gerð: 25.03.2024 06:21. Gildir til: 26.03.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðan og norðaustan 5-13 m/s og él á Norður- og Austurlandi, en lengst af þurrt og bjart um landið sunnan- og vestanvert.
Frost 0 til 8 stig, en frostlaust við suðurstöndina yfir hádaginn. Spá gerð: 25.03.2024 04:39. Gildir til: 26.03.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðaustan 5-13 m/s og dálítil él, en lengst af þurrt á Suður- og Vesturlandi. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
Á miðvikudag:
Norðaustan 10-18 m/s, hvassast við suðausturströndina. Él norðan- og austantil, en annars bjart að mestu. Frost víða 0 til 6 stig.
Á fimmtudag:
Norðaustan 13-20 m/s og snjókoma með köflum, hvassast suðaustantil, en yfirleitt þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti kringum frostmark.
Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Ákveðin norðaustanátt og él, en bjart með köflum suðvestantil og hiti nærri frostmarki.
Spá gerð: 24.03.2024 19:46. Gildir til: 31.03.2024 12:00.