• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 6. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Veiðigjöld í sjávarútvegi leiðrétt – Hundruða milljarða verðmunur frá upphafi kvótakerfisins

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra á kynningarfundi um breytingu á lögum um veiðigjald.

Veiðigjöld í sjávarútvegi leiðrétt – Hundruða milljarða verðmunur frá upphafi kvótakerfisins

Árið 2023 var heildarkostnaður við þjónustu ríkisins við sjávarútveg um 11 milljarðar króna og núverandi tekjur af veiðigjaldi standa því ekki undir þeim grunnkostnaði.

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
25. mars 2025
in Fréttir, Innlent
A A
0

Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á lögum um veiðigjald hefur verið lagt fram í samráðsgátt. Frumvarpið er unnið í samvinnu við fjármálaráðuneytið.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á réttlát auðlindagjöld sem renna skuli að hluta til nærsamfélagsins. Við vinnu við endurskoðun á veiðigjöldum var niðurstaðan sú að núverandi aðferð endurspegli ekki raunverulegt aflaverðmæti nytjastofna og er frumvarpið lagt fram til að bæta þar úr. Ekki er um að ræða breytingar á því fiskveiðistjórnunarkerfi sem verið hefur við lýði á Íslandsmiðum undanfarna áratugi, heldur þarfa leiðréttingu.

Við gerð frumvarpsins kom í ljós að fiskverð í reiknistofni hefur verið vanmetinn. Stærstur hluti viðskipta með veiddan fisk fer frá útgerð til vinnslu sem er í eigu sömu aðila og eru því um bein viðskipti að ræða. Verðmyndun þessara viðskipta hefur ekki verið í samræmi við verðmyndun á mörkuðum.

Til þess að bregðast við þessu ójafnvægi verður lögum um veiðigjöld breytt á þann veg að reiknistofn fyrir þorsk og ýsu mun miðast við verð á fiskmörkuðum innanlands. Fyrir uppsjávartegundirnar síld, kolmunna og makríl verður miðað við markaðsverð í Noregi yfir íslensk veiðitímabil.

Engin breyting verður á útreikningi veiðigjalds og mun útgerðin áfram halda 67% af hagnaði veiðanna en greiðir 33% af hagnaðinum fyrir afnot af auðlindinni.

Miðað við ofangreinda leiðréttingu má áætla að leiðrétt veiðigjöld skili allt að 10 milljörðum kr í ríkissjóð til viðbótar við þá 10,2 milljarða sem nú þegar eru greiddir. Við gerð frumvarpsins var tekið sérstakt tilit til smærri og meðalstóra útgerða með hærra frítekjumarki.

„Leiðrétting veiðigjalda er viðleitni ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við ákall þjóðarinnar um að útgerðarfyrirtæki greiði eðlilegt gjald fyrir afnotarétt af auðlindinni“ segir atvinnuvegaráðherra. „Gjaldinu er ætlað að tryggja þjóðinni beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar og nýta auknar tekjur við brýn verkefni eins og vegagerð um land allt.“

Árið 2023 var heildarkostnaður við þjónustu ríkisins við sjávarútveg um 11 milljarðar króna og núverandi tekjur af veiðigjaldi standa því ekki undir þeim grunnkostnaði.

Frumvarpið má lesa hér.

Umræða
Share1Tweet1
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Mannslát – kona í gæsluvarðhaldi

    Mannslát – kona í gæsluvarðhaldi

    88 deilingar
    Share 35 Tweet 22
  • Lýst eftir Kristínu O. Sigurðardóttur

    8 deilingar
    Share 3 Tweet 2
  • Málaliðar fyrir stærstu útgerðarfélög landsins

    10 deilingar
    Share 4 Tweet 3
  • Hömlulausar netaveiðar í Ölfusá – Villti laxastofninn er í útrýmingarhættu

    4 deilingar
    Share 2 Tweet 1
  • Barnavernd samþykkir tálmun til 15 ára

    181 deilingar
    Share 72 Tweet 45
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?