,,Líklega er Samherji sekur um aðeins einn glæp og hann voðalegan, að verja sig, ef hann er ráðist“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson sem oft hefur verið nefndur hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins og nýfrjálshyggjunnar, kemur Samherja til varnar á síðu sinni í dag og segir að sér blöskri árásir sem á Samherja hafa dunið en fyrirtækið sé vel rekið og arðbært. Hann hefur komist að þeirri niðurstöðu ,,að líklega sé Samherji sekur um aðeins einn glæp og hann voðalegan, að verja sig, ef hann er ráðist.“

,,Mér blöskra þessar árásir á Samherja, vel rekið og arðbært fyrirtæki, sem veitir fjölda manns vinnu. Fyrri árásinni lauk með sýknudómi í Hæstarétti, og auk þess skrifaði sérstakur saksóknari Samherja bréf um, að fyrirtækið hefði alltaf reynt að fara að reglum um gjaldeyrisskil. Lesa má um það dæmalausa mál í ágætri bók um Gjaldeyriseftirlitið, sem Almenna bókafélagið gaf út. Helsti hvatamaður að seinni árásinni,

Jóhannes uppljóstrari, er augljóslega ekki áreiðanlegur heimildarmaður; hann fer með firrur um, að Samherji hafi reynt að eitra fyrir sér, og efnir til fjársöfnunar fyrir lækniskostnaði! Sú ákvörðun RÚV að láta fréttamann, sem siðanefnd átti engan kost annan en lýsa brotlegan við reglur um óhlutdrægni, halda áfram í fréttaflutningi af málinu sætir furðu.
Ég get auðvitað ekki frekar en aðrir kveðið upp úr um málavexti eða málalyktir, en minni á, að menn eru saklausir, uns sekt þeirra hefur verið sönnuð fyrir dómstólum eftir lögum og reglum. Það kæmi mér raunar ekki á óvart, ef Jóhannes uppljóstrari og hjálparmenn hans reyndust einir sekir um lögbrot í Namibíu.
Líklega er Samherji sekur um aðeins einn glæp og hann voðalegan, að verja sig, ef hann er ráðist.“ Segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson um þetta umdeilda mál sem Bubbi Morthens tjáði sig einnig um í gær svo eftir var tekið.
Mér blöskra þessar árásir á Samherja, vel rekið og arðbært fyrirtæki, sem veitir fjölda manns vinnu. Fyrri árásinni lauk…
Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on Sunday, 25 April 2021