• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Föstudagur, 9. maí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Færð þú þér kokteilsósu með pizzu? – Vísindaleg könnun

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
25. maí 2019
in Fréttir, Innlent
A A
0

 
Mörgum þykir okkur vænt um kokteilsósuna og notum athugasemdlaust af hinum margvíslegu tilefnum. Þau okkar sem stunda þá iðju að nota kokteilsósu með pizzu könnumst hins vegar mörg við að sessunautar reki upp stór augu þegar kokteilsósan góða er dregin fram með pizzunni. Rétt eins og um einhverskonar afbökun pizzunnar sé að ræða!
Okkur hjá MMR þótti því gráupplagt að fá úr því skorið hversu algeng sú iðja er að bragðbættu majónessósunni sé smurt á ítalska brauðréttinn. Skemmst er frá því að segja að heill fjórðungur landsmanna sagðist fá sér kokteilsósu með pizzu, og það sem meira er – að unga fólkið okkar og íbúar landsbyggðarinnar eru helmingi líklegri en aðrir landsmenn til að taka pizzuna sína með kokteilsósu. Það er því hreint ekki svo að sós’o’pizza combóið sé beinlínis óalgengt, eins og gagnrýnendur vilja vera láta, heldur virðist sem tvær þjóðir búi í þessu landi.
1902 PizzaSpurt var: „Færð þú þér kokteilsósu með pizzu?“
Svarmöguleikar voru: „Já“, „Nei“ og „Vil ekki svara“. Samtals tóku 99,4% afstöðu til spurningarinnar.

Munur eftir lýðfræðihópum
Ef við skoðum tölurnar sjálfar þá sést að unga fólkið reyndist líklegra til að dekra flatbökuna með majónesblöndunni vinsælu en 35% svarenda á aldrinum 18-29 ára kváðust fá sér kokteilsósu með pizzu. Fór kokteilsósunotkun síðan minnkandi með auknum aldri og mældist minnst meðal svarenda 68 ára og eldri – en 6% þeirra kváðust fá sér kokteilsósu þegar pizza væri á boðstólnum.
Þá reyndust íbúar landsbyggðarinnar (30%) líklegri til að borða kokteilsósu með pizzu en svarendur af höfuðborgarsvæðinu (20%).
1902 Pizza x1
Nokkur munur reyndist á téðri kokteilsósunotkun eftir stjórnmálaviðhorfum svarenda. Stuðningsfólk Pírata (30%), Framsóknar (28%) og Flokks fólksins (25%) reyndust líklegust til að segjast fá sér kokteilsósu með pizzu en stuðningsfólk Samfylkingar (14%), Viðreisnar (16%) og Miðflokks (19%) ólíklegust. Það er því spurning hvort óákveðnir kjósendur séu ekki hér komnir með leiðavísi um hvaða flokk þeir geti valið sér næst – allt eftir því hvernig þeir taki pizzuna sína 🙂
1902 Pizza x2
 
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 934 einstaklingar

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Brúin yfir Ölfusá verður lokuð

    Ölfusárbrú lokað

    221 deilingar
    Share 88 Tweet 55
  • Selja atvinnuleyfi á níu milljónir til útlendinga – Ólögleg sala atvinnuleyfa til Íslands

    54 deilingar
    Share 22 Tweet 14
  • Bankareikningum Flokks fólksins lokað í Arion banka

    31 deilingar
    Share 12 Tweet 8
  • Héraðssak­sókn­ari, rík­is­sak­sókn­ari ofl. segi af sér

    5 deilingar
    Share 2 Tweet 1
  • Mannslát – gæsluvarðhald

    38 deilingar
    Share 15 Tweet 10
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?