Í hádeginu í gær, 24. maí hófst jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg, um 10 km V af Eldey. Stærsti skjálftinn var kl 14:21 og var hann 5,1 að stærð. Skjálftinn fannst vel á SV-horninu.
Rúmlega 500 skjálftar hafa mælst í hrinunni þegar þetta er skrifað, þar af um 30 yfir 3 að stærð. Jarðskjálftavirkni er algeng á svæðinu.
Umræða