Hér er það helsta úr dagbók lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17:00 til klukkan 05:00. Þegar þetta er ritað gista fjórir í aðilar fangaklefa. Alls eru 80 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Ásamt neðangreindu sinnti lögregla almennu eftirliti og ýmsum aðstoðarbeiðnum. Listinn er því ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1 – Hverfisgata
Tilkynnt um mann ganga í skrokk á öðrum og síðan brjóta rúður í nokkrum ökutækjum. Maðurinn reyndist í annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangaklefa.
Tilkynnt um mann ógna öðrum manni með hníf í heimahúsi, aðili handtekinn af sérsveit og síðan fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangaklefa.
Einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur og var sá handtekinn og fluttur á stöð í venjubundið ferli.
Tveir ökumenn kærðir fyrir að aka bifreið án ökuréttinda
Nokkuð um hávaðaútköll, ölvaða einstaklinga og slagsmál í miðborginni enda mikið um að vera, bæði skipulagða viðburði og margir að fagna útskriftum.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður
Tilkynnt um aðila sem hafði fyrir slysni ekið mótorhjóli í gegnum rúðu á skólabyggingu. Ökumaður hlaut minniháttar áverka.
Tilkynnt um mann sem hafði misst stjórn á rafhlaupahjóli og ollið skemmdum á tveimur ökutækjum. Þá kom í ljós að maðurinn var undir áhrifum áfengis og var hann handtekinn og fluttur á slysadeild með áverka á andliti og á hendi.
Einn aðili var handtekinn vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis en sá hafði ekið ítrekað utan í vegrið og upp á vegkanta á leið sinni. Hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur
Tilkynnt um mann á gangi með hníf í hendi, aðilinn fannst ekki þrátt fyrir mikla leit.
Tilkynnt umferðarslys þar sem bifreið hafði verið ekið á vegrið. Ökumaður reyndist ölvaður og án ökuréttinda og var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi á stigagangi að banka á hurðar. Þegar að lögregla kom á vettvang tók aðilinn á móti lögreglu með múrstein í hendi. Aðilinn reyndi að flýja lögreglu en án árangurs og var maðurinn vistaður í fangaklefa.
Lögreglustöð 4 – Vínlandsleið
Einn aðili stöðvaður í akstri er hann ók sviptur ökuréttindum.
Tilkynnt um umferðarslys þar sem maður hafði ekið útaf. Maðurinn grunaður um akstur undir áhrifum lyfja og var sá handtekinn og fluttur á stöð í venjubundið ferli.
Einn aðili handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna var sá handtekinn og fluttur á stöð í venjubundið ferli.
Talsvert magn ökumann sektaðir fyrir hin ýmsu brot m.a nagladekk, filmur í fremstu hliðarrúðum, akstur án ökuréttinda, of hraður akstur og skráningarmerki vantar framan á ökutæki, einnig akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna síðastliðinn sólarhring.
Stöð 1
- Ofurölvi aðili í hverfi 102 aðstoðar til síns heima eftir að maðurinn reyndi að komast inn í rangt hús.
- Aðili handtekinn í hverfi 105 eftir að hafa reynt að fjárkúa annan mann, skýrsla var tekin af sakborning og honum svo í framhaldi sleppt.
- Aðili handtekinn í hverfi 105 og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar, aðilinn í annarlegu ástandi vegna neyslu fíkniefna og bíður skýrslutöku.
- Aðili handtekinn í hverfi 104 vegna hótana, laus að skýrslutöku lokinni.
Stöð 2
- Kvartað undan hávaða frá partý í hverfi 220, húsráðandi lofaði að lækka
Stöð 3
- Hópur ungmenna með ógnandi tilburði og áreita fólk í hverfi 109, málið unni með aðkomu barnaverndar.
Stöð 4
- Leigubílsstjóri aðstoðaður í hverfi 112 með farþega sem hafði sofnað ölvunarsvefni í bifreiðinni.