,,Kerfið og ríkisstjórnin gerir fólk sem hefur lent í því að verða öryrkjar, að meiri öryrkjum. Kerfið er meingallað og ómannlegt segir Magnús Guðbergsson sem slaðaðist illa í tveimur bílslysum. Þetta er ekkert líf fyrir fólk sem lendir í því að þurfa að treysta á ríkið og fólk má ekki gera neitt, hvorki fá sér litla vinnu eða annað og sér ekki tilganginn í því að gera neitt vegna skerðinga of refsinga af hálfu ríkisins, sem fólk er beitt ef því dettur í hug að bjarga sér.
Ríkisstjórnin hefur ekki gert neitt fyrir öryrkja og það stendur ekki til, því annars væru þau búin að því
Fólk verður þunglynt í þessu ónýta kerfi, það fer á þunglyndislyf, og þyngist og veikist meira, andlega og líkamlega og sér bara vonleysi og enga von eða framtíðarmöguleika. Ríkisstjórnin gerir ekkert jákvætt fyrir öryrkja og það stendur ekki til, því annars væru þau búin að því.
Það þarf að umbylta þessu ónýta kerfi og laga það að þörfum fólksins í landinu. Hugsaðu þér t.d. að fólk sem eignast barn sem ekki er hugað líf, ég þekki það sjálfur, og ríkið gerir ekkert fyrir það fólk. Ekki neitt,- og fólkið verður bara að glíma við slík vandamál í einrúmi og jafnvel í mörg ár.
Ríkisstjórninni er alveg sama um þá sem minna mega sín á Íslandi, þau hugsa bara vel un auðvaldið og sérstaklega vel um sægreifana sem borga ekkert í veiðigjald til samfélagsins, og það í tíð VG. Það eru áherslurnar hjá ríkisstjórninni og hefur verið allt kjörtímabilið og það má varla á milli sjá hvor flokkurinn er meira til hægri, VG eða Sjálfstæðisflokkurinn því að það er enginn munur á þeim. Enginn!“
Hér má hlusta á sögu Magnúsar í heild sinni: