-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Dómnefnd skilar umsögn um hæfni umsækjenda um embætti héraðsdómara

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um tvö laus embætti dómara með fasta starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness, sem auglýst voru laus til umsóknar 24. apríl og 29. maí 2020. Umsóknarfrestur um embættin var til 11. maí annars vegar og 15. júní hins vegar.
Alls bárust 15 umsóknir um embættin en tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar síðar til baka. Niðurstaða dómnefndar er að Ingi Tryggvason lögmaður sé hæfastur umsækjenda og Halldóra Þorsteinsdóttir lektor næst hæfust þeirra til að hljóta skipun í hin lausu embætti.
Dómnefndina skipuðu: Eiríkur Tómasson, formaður, Kristín Benediktsdóttir, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir.
Umsögnina má lesa á síðu dómnefndarinnar.