Hugleiðingar veðurfræðings
Breytileg átt, 3-8 m/s í dag. Austan- og suðaustanátt 5-13 með suðurströndinni í kvöld en norðaustlægari vindátt á norðvestanverðu landinu. Skýjað að mestu, en þokuloft eða súld úti við norður- og austurströndina og skúrir inn til landsins. Rigning með köflum sunnanlands í nótt og á morgun.
Hiti 10 til 17 stig, hlýjast suðvestanlands, en 5 til 10 stig austanlands.
Ákveðnar austan- og norðaustanáttir fimmtudag og föstudag en lægir um helgina. Bjart með köflum og fremur hlýtt vestantil, en skýjað og svalara eystra. Líklega skúrir sunnanlands á sunnudag.
Spá gerð: 25.07.2023 06:20. Gildir til: 26.07.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Hæg austan- og suðaustanátt, 5-13 með suðurströndinni í kvöld en norðaustlægari norðvestanlands. Skýjað að mestu, en þokuloft eða súld úti við norður- og austurströndina og skúrir inn til landsins. Rigning með köflum sunnanlands í nótt, en úrkomulítið á morgun.
Hiti 10 til 17 stig, en 5 til 10 austanlands.
Spá gerð: 25.07.2023 09:38. Gildir til: 27.07.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Austan- og norðaustan 5-15 m/s og skýjað með köflum, hvassast syðst, en lítilsháttar væta á Norður- og Austurlandi. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast sunnan- og vestanlands.
Á föstudag:
Norðaustlæg átt, 3-10 m/s og skýjað með köflum og úrkomulítið. Kólnar dálítið í veðri.
Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Hæg, breytileg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti víða 10 til 17 stig.
Spá gerð: 25.07.2023 07:44. Gildir til: 01.08.2023 12:00.