Það hlaut að koma að því að ferðaþjónustan myndi hrynja, það var bara spurning hvernær, ekki hvort! Nú eru hlutabréfin í báðum flugfélögunum í frjálsu falli og virði þeirra að hrynja.
Græðgin í íslendingum á sér engin takmörk, maður les á netinu upplýsingar frá fólki sem er að ferðast um landið og þar er alltaf sama sagan varðandi okur á öllu og engu hér á landi.
Hvernig dettur veitingasölum það í hug að rukka frá 2.000 krónum fyrir ómerkilega samloku og frá 800 krónum og upp úr fyrir kaffibolla?
Flestir ferðamenn koma frá USA þar sem þetta kostar þrjá til fimm dollara.
Íslendingar eru hættir að láta sér detta það í hug að versla nesti á bensínstöðvum og eldsneytisverðið er auðvitað líka það hæsta í heimi og svo bílaleigurnar, guð minn góður!
Hver vill borga frá 306.816 krónur fyrir að sofa í átta klukkustundir í rúmi á hóteli?
Ferðamenn eru yfirleitt á hótelum yfir blánóttina og eru farnir eldsnemma af stað.
Eða að fljúga norður með engan farangur innifalinn fyrir 82.670 króna flugmiða?
Ferðafólk getur verið á fimm stjörnu hóteli fyrir tvo og allt innifalið, matur og allt vín og drykkir, á Tene í tvær vikur, fyrir sama verð.
Hélt virkilega einhver að við værum samkeppnisfær með okkar heimsfræga okur?
Heimsfræg fyrir okur á leigubílum og flestu öðru
Við erum orðin heimsfræg fyrir okur á leigubílum, sú markaðssetning erlendis varð til þess að ferðamenn afbóka ferðir á okureyjuna Ísland sem var þekkt fyrir fallega náttúru og gestrisni en nú fyrir fáránlegt okur þar sem ferðamenn eru blóðmjólkaðir.
Hvernig tala svo þessir ferðamenn um okkur þegar heim er komið?
Ferðamenn munu vara alla við að stíga fæti á þessa okureyju enda er það komið í ljós núna og í raun var ég búinn að spá því fyrir fimm árum að þetta brask gæti aldrei gengið upp. Það þarf ekki mikinn spámann til, aðeins smá skynsemi og rökhugsun sem er ekki blinduð af grægi.
Þetta okur á eyjunni skilar sér alla leið í ferðaþjónustuna, því við erum með hæstu okurvexti í heimi í boði bankanna og hæsta matvælaverð í heimi líka enda kaupmenn farnir að setja þjófavörn á matvöru eins og t.d. kjöt. Næstu ár munu ferðamenn hverfa héðan, flugfélögin og hótelin og allt hitt fer á hausinn eftir þessa vertíð og næstu misseri og við eigum eftir að sjá það að við töpuðum á græðginni.
Guð blessi Ísland, … aftur.