Hugleiðingar veðurfræðings
Dregur smám saman úr vindi og ofankomu í dag. Víða norðan gola síðdegis og dálítil væta á norðaustanverðu landinu, en bjartviðri sunnan- og vestanlands.
Svipað veður á morgun, en áttin verður norðvestlæg og dálítil rigning eða slydda eftir hádegi fyrir norðan. Áfram norðlæg átt á föstudag og dálítil væta af og til í flestum landshlutum. Hiti 5 til 10 stig að deginum sunnan- og vestantil, en svalara á Norður- og Austurlandi. Spá gerð: 25.09.2024 06:04. Gildir til: 26.09.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Dregur úr vindi og úrkomu í dag. Norðan 3-10 m/s og dálítil úrkoma með köflum á Norðausturlandi síðdegis, en annars víða bjartviðri.
Norðvestlægari á morgun. Skýjað og dálítil rigning eða slydda fyrir norðan eftir hádegi, en bjart með köflum sunnan heiða.
Hiti 5 til 10 stig að deginum sunnan- og vestantil, en 0 til 6 stig norðan- og austanlands. Víða næturfrost. Spá gerð: 25.09.2024 08:57. Gildir til: 27.09.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðan- og norðaustan 3-10. Rigning eða súld með köflum sunnan- og vestanlands og hiti 2 til 7 stig. Dálítil slydda eða snjókoma norðaustantil, en þurrt að kalla seinnipartinn. Frost 0 til 4 stig.
Á laugardag:
Austlæg átt 3-10 og víða rigning sunnan- og vestanlands, en líklega slydda eða snjókoma norðaustanlands seinni partinn. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Norðan 8-15, hvassast á Austurlandi. Styttir upp sunnan- og vestantil, en snjókoma um landið norðaustanvert. Hiti víða í kringum frostmark, en allt að 5 stiga hiti við suðurströndina.
Á mánudag:
Breytileg átt 3-8. Bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Kalt í veðri.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt og hlýnar í veðri. Rigning sunnan- og vestanlands en lengst af þurrt norðaustantil.
Spá gerð: 25.09.2024 08:21. Gildir til: 02.10.2024 12:00.