Hér er það helsta úr dagbók lögreglu klukkan 17:00 – 05:00. Þegar þetta er ritað gista 10 aðilar í fangaklefa. Alls eru 44 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Ásamt neðangreindu sinnti lögregla almennu eftirliti og ýmsum aðstoðarbeiðnum. Listinn er því ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1
Tilkynnt um minniháttar umferðaróhapp í hverfi 108. Engin slys á fólki.
Tilkynnt um þrjá menn ryðjast inn í íbúð í hverfi 107. Lögregla sinnti og voru þrír menn handteknir á vettvangi og vistaðir í fangaklefa. Málið í rannsókn. – Almennt eftirlit.
Lögreglustöð 2
Tilkynnt um mikinn hávaða koma frá veitingastað í hverfi 220. Í ljós kom að starfsfólk var að prófa nýja karaoke græju. – Almennt eftirlit.
Lögreglustöð 3
Tilkynnt um skemmdarverk á stigagangi fjölbýlishúss í hverfi 111. Lögregla sinnti.
Umferðarslys í hverfi 200 og reyndist ökumaður vera undir áhrifum áfengis. Ökumaðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa. – Almennt eftirlit.
Lögreglustöð 4
Tilkynnt um bifreið á ísilögðu vatni í hverfi 110. Um var að ræða ungan ökumann og ræddi lögregla við hann um þær hættur sem fylgja þessu athæfi.
Ökumaður stöðvaður og reyndist hann vera án ökuréttinda og má ökumaðurinn eiga von á sekt.
Aðili handtekinn grunaður um líkamsárás og eignaspjöll í hverfi 113. Aðilinn fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangaklefa. – Almennt eftirlit.