Von er á 13.800 skömmtum af bóluefni frá AstraZeneca til Íslands í febrúar
Þýskir fjölmiðlar skrifa um að framkvæmdastjórn ESB muni ekki samþykkja bóluefni Astra Zeneca handa fólki sem er eldra en 65 ára. Sagt er að upplýsingarnar hafi lekið frá aðilum tengdum þýsku ríkisstjórninni. Samkvæmt heimildum kemur fram að virkni bóluefnisins ætti að vera allt niður í átta til tíu prósent. Von er á 13.800 skömmtum af bóluefni frá AstraZeneca til Íslands í febrúar.
Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca.
Astra Zeneca mótmælir: „Alveg rangt“
Í tölvupósti til Aftonbladet skrifaði Christina Malmberg Hägerstrand fjölmiðlafulltrúi Astra Zeneca, að upplýsingarnar um virkni lyfsins séu rangar. „Upplýsingar um að áhrif AstraZeneca / Oxford bóluefnisins nái niður í 8% virkni hjá fullorðnum, eldri en 65 ára eru rangar. Í nóvember birtum við gögn í The Lancet sem sýndi að eldri hópur fullorðinna sýndi sterka ónæmissvörun við bóluefninu, þar sem 100 prósent eldra fólks myndaði sértæk mótefni eftir seinni skammtinn.“