Tilkynnt var um vopnað rán í verslun í hverfi 105 í dag. Aðili kom inn með hníf á lofti og tók þaðan með sér tvö karton af sígarettum sem hann færði síðan heimilislausum konum í Konukoti að gjöf. Málið telst upplýst.
Af öðrum verkefnum lögreglunnar í dag, eru þessi helst:
- Tilkynnt um ökumann sem ók á aðila á rafmagnshjóli í hverfi 105. Ökumaður bifreiðarinnar stakk af.
- Tilkynnt um nágrannaerjur í hverfi 220.
- Tilkynnt um aðila sem fellur á rafmagnshjóli í hverfi 210. Verkur í baki og öxl.
- Tilkynnt um skemmdarverk í hverfi 201. Stungið á dekk á bifreið.
- Tilkynnt um eld í íbúð í hverfi 110. Við skoðun lögreglu reyndist vera pottur á hellu sem skapaði vandræðin.
- Tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í hverfi 110.
- Tilkynnt um reyk í gámi í hverfi 116.
Umræða