Stjórnvöld hafa svikið eldri borgara og öryrkja
Kæru Samherjar. Þjóðina vantar langt afsökunarbréf vegna hlunninda sem ekki hefur verið borgað rétt verð fyrir í áratugi. Stjórnvöld hafa svikið eldri borgara og öryrkja í langan tíma vegna þess að stórútgerðin borgar ekki fyrir hlunnindin eins og kveður á um í lögum um skattskyldar tekjur.

Verðmæti upp á hundruðir milljarða
Á hverju ári er úthlutað aflaheimildum til stórútgerðarinnar henni að kostnaðarlausu. Þessi hlunnindi hafa aldrei verið skattlögð. Þetta eru verðmæti upp á hundruðir milljarða. Þessi hlunnindi eiga að vera skattlögð í sömu skattprósentu og lögaðilar greiða af öðrum tekjum.
Skattskyldar tekjur teljast með þeim undantekningum og takmörkunum, er síðar greinir, hvers konar gæði, arður, laun og hagnaður sem skattaðila hlotnast og metin verða til peningaverðs og skiptir ekki máli hvaðan þær stafa eða í hvaða formi þær eru, svo sem: 9. Sérhverjar aðrar tekjur eða ígildi tekna sem eigi eru sérstaklega undanskildar í lögum þessum eða sérlögum.
Það eru engar undanþágur frá skattlagningu á hlunnindum fyrir útgerðafélög né önnur félög. Mér reiknast til að ef allar skerðingar á launum eldri borgara og öryrkja yrðu afnumdar þá kostaði það um 20 milljaraða á ári, en með því að borga hlunnindaskattinn samkvæmt lögum kæmi á móti í kassann a.m.k. 25 milljarðar á ári.

Discussion about this post