Á undanförnum vikum hefur samrunatilkynningum, boðun væntanlegra tilkynninga, og fyrirspurnum um mögulegar forviðræður vegna samruna fyrirtækja, fjölgað hratt hjá Samkeppniseftirlitinu.
Vegna mikilla anna hjá eftirlitinu, samhliða ófullnægjandi fjárveitingum og sumarleyfum starfsmanna, er fyrirsjáanlegt að yfirferð nýrra samrunatilkynninga og athuganir á nýjum samrunaskrám muni tefjast í sumar. Útlit er fyrir að þessi staða verði uppi fram í miðjan ágúst. Hið sama gildir um ný samrunamál á forviðræðustigi. Þá getur Samkeppniseftirlitið ekki orðið við óskum um nýjar forviðræður vegna samruna á sama tímabili.
Samkeppniseftirlitið telur rétt að gera fyrirtækjum og ráðgjöfum þeirra grein fyrir þessu, svo viðkomandi geti gert viðeigandi ráðstafanir.
Framangreint hefur ekki áhrif á yfirstandandi rannsóknir og lögbundna tímafresti vegna þeirra. Samrunamál og stöðu þeirra má sjá hér .
Umræða