-3.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 1. febrúar 2023
Auglýsing

Á 146 km. hraða á mótorhjóli innanbæjar

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Lögreglan hefur haft í nógu að snúast og talsverður erill er búinn að vera í alla nótt en rúmlega áttatíu mál voru skráð frá klukkam 17.00 til klukkan fimm í morgun. Sex voru vistuð í fangaklefum, tuttugu og tvö hávaðamál komu inn á borð lögreglu í nótt og voru níu ökumenn stöðvaðir fyrir ölvunar og eða fíkniefnaakstur svo það helsta sé nefnt. Hér fyrir neðan koma nokkur þeirra mála sem komu inn á borð í gærkvöldi og nótt.
Ökumaður bifhjóls var stöðvaður í hverfi 105 þar sem hann ók hjóli sínu á 146 km. hraða þar sem hámarkshraði er 60 km á klst. ásamt því að vera sviptur ökuréttundum.
Tilkynnt var um aðila með hníf í miðbænum, hnífurinn var tekinn af manninum og skýrsla tekinn af viðkomandi.
Tilkynnt var um slagsmál í miðbænum og voru fjórir handteknir og færðir á stöð, einn maður vistaðu í fangaklefa vegna málsins. þá var aðili handtekinn í miðbænum eftir ránstilraun þar sem hann ógnaði gangandi vegfarandi og reyndi að ná peningum af viðkomandi. Maðurinn var vistaður í fangaklefa.
Maður féll á andlit í miðbænum og var maðurinn með talsverða áverka í andliti eftir fallið og var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabíl.  Annar datt á andlitið í hverfi 107 og var hann einnig með áverka í andliti og fluttur með sjúkrabíl.