Það helsta frá LRH í dagbók. Borgararnir einnig aðstoðaðir vegna minniháttar slysa og veikinda, hávaðatilkynninga, ónæðis, grunsamlegra mannaferða o.fl.
Lögreglustöð 1
Tilkynnt um umferðaslys þar sem önnur bifreiðin var óökufær eftir. Annar ökumannanna án ökuréttinda. Málið í rannsókn.
Tilkynnt um 16-17 ára gamlan dreng með hníf við Hagkaup, Skeifuna. Drengurinn var þó ekki að hóta eða ógna með hnífnum. Fannst ekki við leit lögreglu.
Ökumaður stöðvaði ekki þegar lögregla gaf ökumanninum merki um að stöðva í umferðinni en ökumaður ók þó ekki yfir hámarkshraða og reyndi ekki að flýja lögreglu. Hann að lokum króaður af með fleiri lögreglutækjum eftir nokkrar mínútur. Ökumaðurinn sagðist hafa verið að leita að stað til þess að stöðva bifreiðina. Ökumaðurinn reyndist síðan ölvaður og sviptur ökuréttindum. Handtekinn en laus að blóðsýnatöku lokinni.
Lögreglustöð 2
Tveir handteknir grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Fíkniefni og vopn (hnífur, piparúði og rafvopn) fundust við leit í bifreið sakborninga. Vistaðir í klefa í þágu rannsóknar málsins.
Lögreglustöð 3
Ökumaður stöðvaður í umferðinni grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Handtekinn en laus að blóðsýnatöku lokinni.
Lögreglustöð 4
Ökumaður stöðvaður í umferðinni grunaður um ölvunarakstur. Handtekinn en laus að blóðsýnatöku lokinni.