Umferðaslys
Umferðaslys – Fólk flutt með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík
Um 13:30 í dag valt bifreið á vesturleið frá Kirkjubæjarklaustri út af þjóðveginum skammt austan Kúðafljóts. Fernt var í bílnum og er eitt þeirra, stúlka fædd 2003, alvarlega slösuð en hún kastaðist út úr bílnum.
Annar aðili er minna slasaður og hinir tveir með minniháttar áverka. Fólkið var allt flutt með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa og tæknideild LRH eru að ljúka vinnu á vettvangi. Umferð var stöðvuð meðan þyrla athafnaði sig á slysstað. Um er að ræða erlenda ferðamenn sem tilheyra öll sömu fjölskyldu.
Umræða