Í tilefni forsíðufréttar mbl.is þar sem þrjár konur sitja andspænis dómstólum og skattayfirvöldum vegna meintra peningagjafa frá erlendum einstaklingi árin 2014 til 2017, rifjast óneitanlega upp fyrir mér Lindarvatns málið sem ég skrifaði um fyrir nokkrum árum. En þar var kom við sögu félagið MB2015.
Í efnahagsreikningi MB2015 ehf. árið 2015 kemur fram að félagið átti engin hlutabréf í byrjun árs og engin hlutabréf í lok árs. Þá segir í skýringum að félagið hafi keypt hlutabréf fyrir 20.000 kr. á árinu 2015 og selt fyrir 456.466.000 kr. á sama ári.
Ég benti á að annaðhvort væri um skattskylda þóknun að ræða, í meira en lítið vafasamri viðskiptafléttu, eða yfirnáttúrulega náðargáfu eigenda MB2015 á hlutabréfamarkaði.
Ég geri ekki lítið úr því að skatturinn tryggi með öllum ráðum að fólk telji rétt fram. En það er óþolandi að horfa upp á hvernig landslög og eftirlit virðist fyrst og fremst beinast gegn venjulegum borgurum á meðan vel tengdir hvítflibbar virðast yfir þau hafin.
Meira má lesa um flétturnar í tengslum við Lindarvatn og tengd félög í athugasemdum, til upprifjunar, því skattayfirvöld höfðu engan áhuga á málinu á sínum tíma.
Umræða