Stórmerkilegur þáttur var sýndur nýverið hjá Ríkisútvarpinu en af einhverri ástæðu er hann ekki aðgengilegur þar lengur. Um er að ræða heimildarmyndina Where to Invade Next, með Michael Moore. Hvar á að gera innrás næst? Í íslenskri þýðingu. Þáttinn er hægt að sjá hér neðar í heild sinni.
Þar er fjallað um svokallaða útrásárvíkinga sem bera ábyrgð á fjármálahruninu á Íslandi og því að 40.000 fjölskyldur misstu heimili sín og fjölmörg fyrirtæki fóru á hausinn og þjóðfélagið fór á hvolf í heild sinni. Forsætisráðherra landsins bað Guð að blessa Ísland og fjármál hjá fjölskyldum og fyrirtækjum hrundu.
Frétt á Vísi.is er ansi lýsandi fyrir það hvernig Íslensk stjórnvöld tóku á glæpamönnum á þessum tíma sem allir hlutu langa fangelsisdóma, hér er fréttin:
Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg var líkt og Hreiðar már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, handtekinn í dag í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á málefnum tengdum Kaupþingi.
Magnús starfaði um árabil hjá Kaupþingi og var einn nánasti samstarfsmaður Hreiðars og Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru fangelsin á Litla Hrauni og við Skólavörðustíg yfirfull og því er líklegt að Hreiðari Má og Magnús verði áfram haldið föngnum á lögreglustöðinni á Hverfisgötu.“ Segir í frétt á Vísir.is
Allir áður hlotið fangelsisdóma – Michael Moore heimsótti fangelsið
Chesterfield málið 72 milljarðar – Stærra en neyðarlán Seðlabanka Íslands
,,Umfang þeirra viðskipta sem sérstakur saksóknari ákærir fyrir í Chesterfield-málinu svokallaða nemur 510 milljónum evra eða um 72 milljörðum á gengi dagsins í dag og 67-69 milljörðum á gengi þess tíma sem viðskiptin áttu sér stað. Þetta er svipuð upphæð og neyðarlán Seðlabankans til Kaupþings sem veitt var 6. október 2008, en það hljóðaði upp á 500 milljónir evra. Aðalmeðferð málsins hefst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en henni hafði áður verið frestað.“ Segir í Morgunblaðinu og jafnframt:
Viðskiptin ollu Kaupþingi „gríðarlegu og fáheyrðu“ fjártóni
Í málinu eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, ákærðir fyrir stórfelld umboðssvik og fyrir að hafa valdið Kaupþingi „gríðarlegu og fáheyrðu“ fjártóni, að því er segir í ákæru. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, er einnig ákærður í málinu fyrir hlutdeild í umboðssvikunum.
Þótt málið hafi orðið þekkt sem Chesterfield-málið nær það til lánveitinga sem fóru til sex félaga í heild. Voru þau öll skráð á Bresku Jómfrúareyjunum.
Allir áður hlotið fangelsisdóma
Þremenningarnir höfðu þá þegar allir hlotið dóm áður í hrunmálunum svokölluðu. Voru þeir allir dæmdir í fangelsi í Al Thani-málinu, en þar fékk Hreiðar Már fimm og hálfs árs dóm, Sigurður fjögurra ára og Magnús var dæmdur í fjögur og hálft ár.
Í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, sem dæmt var í fyrr á árinu í héraðsdómi, var Hreiðar ekki sýknaður, en ekki heldur gerð frekari refsing. Við dóm Sigurðar var aftur á móti bætt við einu ári. Magnús var einnig ákærður í því máli, en tveimur ákæruliðum var vísað frá og hann sýknaður að öðru leyti. Hefur málinu verið áfrýjað til Hæstaréttar. Þá hlaut Hreiðar Már sex mánaða fangelsi vegna Marple-málsins svokallaða fyrr á þessu ári og var Magnús þá dæmdur í 18 mánaða fangelsi.
Þá er einnig rætt við Ólaf Hauksson, Sérstakann saksóknara en það embætti var búið til vegna umfanga fjársvikamála sem tengdust stjórnendum bankanna.
Jafnframt er rætt við Vigdísi Finnbogadóttur, Höllu Tómasdóttur, Vilhjálm Bjarnason sem segir að um tuttugu manns hafi borið ábyrgð á bankahruninu. Þá er rætt um búsáhaldabyltinguna og kvennafrídaginn, heilbrigðiskerfið og fleira. Þátturinn er í heild sinni hér að neðan:
Where to Invade Next | 2015 | Michael Moore – YouTube