• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Mánudagur, 7. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Opið bréf til Sir Jim Ratcliffe

Skilaðu eignum og veiðirétti til komandi kynslóða framtíðar

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
27. janúar 2021
in Aðsent & greinar, Innlent
A A
0

 

Sir Jim Ratcliffe, við höfum ekki hist, en ég er búsettur á norðausturströnd Íslands, þar sem þú hefur beint fjárfestingum þínum í stórum mæli undanfarið. Þú ert einn af efnameiri mönnum veraldar. Þú tilheyrir þeim litla minnihluta íbúa þessarar jarðar sem fer með forræði meirihluta eignanna og auðlinda.
Sir Jim Ratcliffe

Undanfarið hefur þú keypt þig inn í um 40 bújarðir á norðausturströnd Íslands sem teygja sig yfir um 1,5% af flatarmáli alls Íslands frá ströndu og langt upp á hálendi Íslands. Með þessu hefurðu væntanlega náð því markmiði þínu að hljóta yfirráð í veiðifélögum nokkurra af eftirsóknarverðari laxveiðiám á norðurhveli jarðar.

Af fréttum að dæma virðist þú drifinn áfram af náttúruverndarsjónarmiðum, með verndun og viðhald norður-Atlandshafslaxins að meginmarkmiði. Það er einmitt ástæðan fyrir því að mig langar að bera upp við þig hugmynd.

Hvað fylgir í kaupunum?

Vandinn er nefnilega sá að þú keyptir ekki bara yfirráð veiðiánna með fjárfestingum þínum heldur gríðarlega stór landsvæði og aðrar eignir með. Með laxveiðiréttinum, sem þú hefur keypt, hefur þú eignast mikinn fjölda landbúnaðarjarða í heild sinni með ótal fasteignum af öllu tagi. Íbúðarhús, útihús og atvinnuhúsnæði alls konar. Líka ræktunarland sem íslenskir bændur hafa viðhaldið í fjölskyldueign um aldir.

Ekki síst líka óraskaða íslenska náttúru, heiðarlönd og hálendi, mýrar og mela, svo skiptir tugum þúsunda hektara. Þessar eignir, sem ekki tengjast laxveiðinni með beinum hætti, eru nú ýmist mannlausar, sumarhús eða í höndum leiguliða á þínum vegum. Þegar eignarhald og umráð atvinnutækjanna og jarðnæðis er farið úr höndum fólksins og sveitanna sjálfra dregur heldur úr hvata fyrir ungt og bjartsýnt fólk til að setjast að með hugmyndir sínar og framtak til búsetu á þessum jörðum.

Tillögur til þín:
Hér er hugmynd fyrir þig: Viltu ekki skila íslensku þjóðinni og heimafólki sem býr á þessari norðausturströnd Íslands þeim hluta af því sem þú hefur keypt og munt aldrei hafa nein sýnileg not fyrir? Hér eru þrjár tillögur fyrir þig:

(1) Afsalaðu þér vannýttum eignum
Afsalaðu þér öllum fasteignum, landbúnaðarlandi og landflæmi í byggð sem ekki tengist með beinum hætti laxveiðinni. Afhentu þetta allt strax til fullrar eignar og ráðstöfunar sveitarfélaga við Norðausturströndina, sem geta selt eða gefið eignirnar áfram framtaksömu fólki til búsetu.

(2) Legðu hálendi og heiðarlönd undir þjóðgarð
Afhentu hálendishluta landflæmis þíns íslensku þjóðinni til umsýslu í þjóðgarðinum sem einmitt er starfræktur í næsta nágrenni (Vatnajökulsþjóðgarði). Þú getur átt hlutdeild í stofnun Hálendisþjóðgarðs líka, ef þú kærir þig um. Verndun búsvæðis og upptökusvæða vatnslinda laxveiðiánna geta hæglega orðið að einu vendarmarkmiðanna.

(3) Skilaðu eignum og veiðirétti til komandi kynslóða framtíðar
Færðu veiðiréttinn á ný í hendur heimamanna, t.d. sveitarfélaganna, að loknum einhverjum árum eða áratugum, þegar þú telur þig hafa náð verndarmarkmiðum þínum. Hafðu bara ríkulega skilmála sem tryggja vernd og viðhald lífríkis veiðiánna sem þér standa svo nærri. Það munu allir hagnast á því hvort eð er.

Sjálfbær byggð og náttúra

Eins og margir Íslendingar hef ég farið töluvert um þessar lendur þínar. Ekið og gengið og meira að segja veitt í sumum þessara áa sem þú stýrir. Ekkert okkar er eilíft. Þessar íslensku sveitir verða til eftir minn dag og þinn dag líka, Sir Ratcliffe. Vonandi laxinn í ánum líka. Ef raunverulegur vilji þinn er verndun náttúrunnar þá verður því best við komið með öflugri og sjálfbærri byggð við búsvæði laxveiðiánna og sátt við fólkið í landinu. Byggð sem getur horft til framtíðar og alið af sér áfram nýtt fólk sem sér ný tækifæri til búsetu á þessum dreifbýlu svæðum. Jarðnæði er í eðli sínu takmörkuð auðlind. Eftirspurn fjárfesta, sama hve ríkuleg hún er, eykur ekki framboðið. Landið er eitt og hið sama. Takmörk á eignarhaldi einstaklinga á landi og sameiginlegum auðlindum munu líka aukast eins og stefna íslenskra stjórnvalda hefur sýnt nýverið.

Að stóreignafólk eins og þú Sir Ratcliffe, sýni ríkulega samfélagslega ábyrgð er ekki einvörðungu sjálfsögð krafa byggðar og lands. Slíkt er beinlínis lang hagfelldasta leiðin og skynsamlegasta fyrir þín eigin áform, sem eru eftir því sem kynnt hefur verið, ekki önnur en verndun búsvæða Norður-Atlandshafslaxins við Íslands strendur og þar með sjálfbær þróun íslenskrar náttúru almennt.

Í öllu falli er það aldrei vænleg framvinda þegar uppkaup einstaklinga einnar þjóðar á auðlindum og landi annarrar verði til þess að draga úr tækifærum til að móta framtíð sinnar byggðar.

Höfundur er íbúi á Húsavík og hefur undanfarin ár komið að pólitískum störfum í sveitarstjórnarmálum og landsmálum fyrir VG.

Nokkrar heimildir:
https://www.ruv.is/kveikur/thetta-eru-jardirnar-sem-ratcliffe-hefur-keypt/
https://www.althingi.is/altext/stjt/2020.085.html
https://www.undercurrentnews.com/2019/08/14/british-billionaire-to-fund-icelandic-wild-salmon-research/
https://www.ineos.com/inch-magazine/articles/issue-14/jims-stream-of-consciousness/
https://sixrivers.is/en/news/news-is-new/
https://flylifemagazine.com/british-billionaire-buys-land-in-iceland-to-protect-salmon/

https://gamli.frettatiminn.is/24/01/2021/a-ad-stodva-jardarkaup-erlendra-audmanna-vid-109-jardir/

Umræða
Share13Tweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Lýst eftir Kristínu O. Sigurðardóttur

    Lýst eftir Kristínu O. Sigurðardóttur

    14 deilingar
    Share 6 Tweet 4
  • Mannslát – kona í gæsluvarðhaldi

    94 deilingar
    Share 38 Tweet 24
  • Hömlulausar netaveiðar í Ölfusá – Villti laxastofninn er í útrýmingarhættu

    9 deilingar
    Share 4 Tweet 2
  • Barnavernd samþykkir tálmun til 15 ára

    185 deilingar
    Share 74 Tweet 46
  • Málaliðar fyrir stærstu útgerðarfélög landsins

    13 deilingar
    Share 5 Tweet 3
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?