Félags- og húsnæðismálaráðuneytið gaf nýlega út uppfærðar fjárhæðir tekju- og eignamarka vegna félagslegra leiguíbúða fyrir árið 2026.
Tekju- og eignamörk eru sett til að tryggja að félagslegar leiguíbúðir nýtist þeim sem hafa mesta þörf fyrir húsnæðisúrræðið. Þegar metið er hvort viðkomandi falli innan skilyrða gilda núna eftirfarandi mörk vegna tekna viðkomandi og eigna:
- Árstekjur einstaklings: 7.874.000 kr.
- Árstekjur fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr á heimilinu: 1.969.000 kr.
- Árstekjur fyrir hjón og sambúðarfólk: 11.025.000 kr.
- Eignamörk: 8.499.000 kr.
Uppreiknuð tekju- og eignamörk tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn.
Um er að ræða tekju- og eignamörk leigjenda félagslegra leiguíbúða sem fjármagnaðar voru með lánum frá Íbúðalánasjóði á grundvelli þágildandi 1. mgr. 37. gr. laga um húsnæðismál fyrir 10. júní 2016. Þann dag tók við nýtt fyrirkomulag fjármögnunar slíkra íbúða með stofnframlögum á grundvelli laga um almennar íbúðir.

