Fyrsti vinningur var tæpir 14 milljarðar
Enginn var með allar tölur réttar í útdrætti kvöldsins en fjórir miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 101 milljón krónur. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Noregi, Eistlandi og Finnlandi.
Sex skiptu með sér 3. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmar 23 miljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Lettlandi, Finnlandi og þrír í Þýskalandi.
Einn heppinn íslendingur var einn af þeim sem hreppti 4. vinning og fær hann tæpar 445 þúsund krónur í sinn hlut. Miðann góða keypti hann í Kvikk á Reykjavíkurvegi 58 í Hafnarfirði.
Umræða