,,Vatnið er eins og olia á bragðið og fólk finnur gaslykt af því og olíulykt hér í Hveragerði ég hef fundið fyrir því síðustu daga og mikið er um veikindi i Hveragerði og það eru allir að tala um þetta.“
Fréttatíminn greindi fyrstur frá því að eitthvað væri að varðandi drykkjarvatn úr krönum í Hveragerði. Hundruðir Hvergerðinga hafa haft miklar áhyggjur af vatninu og gæðum þess. Margir ráðleggja fólki að drekka það alls ekki og aðrir að best sé að sjóða það áður en þess er neytt.
,,Ég verð mjög mikið var við að það þorir engin að benda á að það gæti verið olía eða gas í vatninu. Hvort þetta sé út af mögulegum jarðhræringum eða væntanlegu gosi, veit ég ekki um. Það þarf hins vegar að rannsaka þetta og óboðlegt að fólk verði veikt sem er að neyta vatns í Hveragerði. Sjálfur er ég farinn að kaupa vatn á brúsum, því ég tel ekki óhætt að drekka vatn úr krana. Í gær fór ég í nærliggjandi byggðarlag og fékk þar 30 lítra af vatni sem ég setti á flöskur.“ Segir íbúi í Hveragerði og bendir jafnframt á að á facebook vef bæjarbúa séu margir enn að kvarta undan olíu- og gas bragði af vatninu og mikið sé um veikindi í Hveragerði.
Tilkynning frá bæjarstjóra Hveragerðis vegna fréttar Fréttatímans: Heilbrigðiseftirlitið hefur tekið fjölmörg sýni á svæðinu og eins og staðan er í dag, miðað við fyrstu upplýsingar frá heilbrigðiseftirlitinu, er að ekki mælast kólí/ecolí í neysluvatninu. Á þessum stigum hefur eftirlitið ekkert í hendi um að vatnið sé óneysluhæft út frá gerlafræðilegum viðmiðum. Beðið er eftir niðurstöðum/ fyrstu vísbendingum úr öðrum sýnum. Þær niðurstöður verða birtar hér á heimasíðunni.
Lykt af vatninu er staðfest af heilbrigðiseftirlitinu. Þá mælist lækkað ph gildi í vatninu, innan marka, en það gefur ríkt tilefni til að rannsaka málið þar til orsökin er ljós. Það er í algjörum forgangi. Unnið er öllum höndum að málinu með starfsfólki bæjarins og fjölmörgum fagaðilum að greina betur orsökina og málið upplýst eftir því sem framvindan skýrist. Við munum greina frá niðurstöðum um og leið og þær berast hér á vefnum.
,,Vatnið var uppselt í Bónus fyrir hádegi í dag en heyrst hefur að nóg verði komið í hillur á morgun svo óþarfi að panikka“ Sagði bæjarbúi á vef Hvergerðinga í gær.
Gas og olíulykt af ódrekkandi vatni í Hveragerði – Mikið um veikindi