Næstu vikur munum við á Fréttatímanum vinna hörðum höndum að því að finna út hvaða pizzastaður á Íslandi er bestur.
Ákveðið var að byrja á Pizzunni en Pizzan rekur átta staði og eru þeir allir á Höfuðborgarsvæðinu.
Eftirfarandi pizzur voru prófaðar á Pizzunni: A Queen Margarita, King Kong og Mighty Meat.
A Queen Margarita
Því miður þá voru mikil vonbrigði með pizzuna, það var lítil sósa og botninn frekar þurr.
King Kong
Sama var upp á teningnum með King Kong pizzuna, lítil sósa og botninn þurr. Hinsvegar var annað álegg á pizzunni ljúfengt.
Mighty meat
Því miður var sama klúður með Mighty Meat og hinar tvær, botninn þurr og allt of lítil sósa. Áleggið var nokkuð gott en fær hún því miður falleinkunn.
Við gefum því Pizzunni 3/10 í einkunn og mögulega þyrftum við að prófa hana aftur ef um mannleg mistök voru að ræða með grunninn af pizzunni.